Keyrði á leiðtoga öfgasinna

Lars Thorsen er formaður SIAN, eða Stop islamiser­ing av Nor­ge.
Lars Thorsen er formaður SIAN, eða Stop islamiser­ing av Nor­ge. Wikipedia/Geir Olsen / NTB

Lars Thorsen, formaður SIAN sem eru sam­tök sem berjast gegn því sem þau kalla „íslam-væðingu“ Nor­egs, var eltur á bíl sínum af öðrum bíl sem keyrði síðan á hann.

Á vef NRK kemur fram að atvikið átti sér í dag eftir að Thorsen ásamt hópi af fólki kveikti í Kóraninum í Ósló. 

Myndskeið af eltingaleiknum var dreift á samfélagsmiðla en honum lauk með því að bíl Thorsen hvolfdi. Lögreglan hefur handtekið konu sem talin er hafa keyrt viljandi á bíl hans.

Fimm einstaklingar voru í bíl hans en einungis einn þarfnaðist læknisaðstoðar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert