Fullyrðing Boris Johnsons, forsætisráðherra Bretlands, um að byggðir verða 40 nýir spítalar þar í landi fyrir árið 2030 er til rannsóknar hjá fulltrúa á þinginu.
The Guardian greinir frá því að ríkisstjórnin sé farin að hafa áhyggjur af því að markmiðið sé óraunhæft fjárhagslega og því hafi verið logið að almenningi.
Bygging spítalanna var eitt af aðalkosningarloforðum Íhaldsflokksins í kosningunum árið 2019.
Ríkisendurskoðun þingsins (NAO) telur það óraunhæft hjá ríkisstjórninni að halda því enn fram að markmiðinu verði náð, þegar í raun er einungis verið að ræða um viðbyggingar og endurbætur á sjúkrahúsum sem eru nú þegar til.
Á síðasta ári var greint frá því að ráðherrar höfðu sagt trúnaðarmönnum að gefa almenningi ýkta mynd af umfangi verkefnanna með því að vísa til endurbótanna sem „nýrra sjúkrahúsa“.
NAO stefnir á að skýra frá niðurstöðum rannsóknarinnar á næsta ári.