Samþykkja neyðarlög sem takmarka byssunotkun

Of­beld­is­mál­um þar sem skot­vopn­um er beitt hafa fjölgað í Bandaríkjunum.
Of­beld­is­mál­um þar sem skot­vopn­um er beitt hafa fjölgað í Bandaríkjunum. AFP/Spencer Platt

Yfirvöld í New York-ríki í Bandaríkjunum hafa samþykkt neyðarlög sem tak­mark­a meðhöndl­un skot­vopna. Með lögunum verður meðal annars bannað að bera byssur á almannafæri.

Neyðarlögin stangast á við niðurstöðu sem Hæstiréttur Bandaríkjanna komst að í síðustu viku um að það sé grund­vall­ar­rétt­ur Banda­ríkja­manna að ganga með skot­vopn í al­manna­rými.

BBC greinir frá því að neyðarlögin kveði einnig á um að einstaklingar sem ætla að kaupa byssu þurfi að sýna fram á að þeir kunni að nota vopnið og gefa upp samfélagsmiðla sína til skoðunar.

Sérfræðingar telja að neyðarlögin standi frammi fyrir lagalegum áskorunum.

Lögin munu taka gildi 1. september og verður þá meðal annars bannað að bera byssur í skólum, á bókasöfnum, í almenningsgörðum, á börum og í stjórnarráðsbyggingum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert