Takmarka notkun á drykkjarvatni í Veróna

Miklir þurrkar ríkja á Ítalíu.
Miklir þurrkar ríkja á Ítalíu. AFP

Yfirvöld í ítölsku borginni Veróna hafa sett takmörk á neyslu drykkjarvatns til þess að stemma stigu við þurrka í ríkinu.

„Vegna veðurástandsins og áhrif þess á vatnsbirgðir hefur borgarstjórinn undirritað fyrirmæli sem takmarka neyslu drykkjarvatns,“ sagði í yfirlýsingu á vef borgarinnar.

Fyrirmælin gilda til lok ágúst og kveða meðal annars á um að bannað verði að vökva garða og íþróttavelli með drykkjarvatni. 

Þá má ekki nota vatnið til að þrífa bíla eða til þess að fylla sundlaugar. Ef farið er gegn fyrirmælunum gæti viðkomandi átt von á 500 evra sekt, eða um 70 þúsund krónur. 

Önnur svæði í Ítalíu hafa einnig sett á einhverskonar takmarkanir er kemur að drykkjarvatni eftir óvenju þurrt vor. Meðal annars fyrirskipaði borgarstjóri Mílanó í síðustu viku að slökkt yrði á gosbrunnum borgarinnar.

Slökkt var á gosbrunnum Mílanó-borgar í síðustu viku.
Slökkt var á gosbrunnum Mílanó-borgar í síðustu viku. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert