Tveir breskir málaliðar til viðbótar kærðir

Andrew Hill og Dylan Healy.
Andrew Hill og Dylan Healy. Ljósmynd/BBC

Tveir Bretar hafa verið kærðir af rússneskum yfirvöldum fyrir að vera málaliðar. Í síðasta mánuði voru tveir aðrir Bretar dæmdir til dauða af rússneskum dóm­stól­um fyrir sama glæp.

BBC greinir frá því að Dylan Healy sé kokkur sem var í sjálfboðaliðastarfi í Úkraínu er hann var handtekinn í apríl. Þann sama dag birtu rússnesk yfirvöld myndskeið af Andrew Hill í herbúningi og hafði hann gefist upp.

Að sögn rússnesku TASS-fréttaveitunnar eru mennirnir tveir ekki samstarfsfúsir. 

Utanríkisráðuneyti Bretlands fordæmdi réttarhöldin og að rússnesk yfirvöld væru að misnota stríðsfanga og óbreytta borgara í pólitískum tilgangi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert