Að minnsta kosti 19 eru látnir og 14 slasaðir eftir að rúta steyptist niður gljúfur í Pakistan í dag.
Akstursskilyrði voru slæm og mikil bleyta á veginum, vegna þessa missti bílstjórinn stjórn á ökutækinu.
Viðhald á vegum í Pakistan er lítið og bílarnir oft gamlir og lélegir. Að minnsta kosti 22 létu lífið í samskonar slysi í síðasta mánuði í landinu.