Ríkisspítalinn í Kaupmannahöfn hefur upplýst DR fréttamiðilinn um að þrír einstaklingar séu nú til meðhöndlunar á sjúkrahúsinu í tengslum við skotárásina í Field's. Lögreglan hefur boðað til blaðamannafundar eftir rúman hálftíma.
Einn hefur verið handtekinn í tengslum við árásina en lögregla er enn á vettvangi.
Lars Ole Karlsen aðstoðarlögreglustjóri sagði að enn væri að tryggja öryggi á svæðinu.
Lögregla biður þá sem eru enn í verslunarmiðstöðinni að bíða eftir lögreglu. Þá eru þeir sem eru á svæðinu beðnir um að láta aðstandendur vita af sér.