Aflýsa tónleikum Harrys Styles

Tónleikarnir áttu að hefjast klukkan níu að staðartíma.
Tónleikarnir áttu að hefjast klukkan níu að staðartíma. Ljósmynd/Aðsend

Búið er að aflýsa tónleikum Harrys Styles sem áttu að fara fram í kvöld í Royal Ar­ena, rétt hjá Field's-versl­un­ar­miðstöðinni í Kaupmannahöfn. 

Að sögn íslensks tónleikagests voru allir gestir sestir er maður kom á sviðið og tilkynnti að tónleikunum yrði aflýst og öllum yrði fylgt í neðanjarðarlestir.

Til að flytja gestina frá tónleikahöllinni verða neðanjarðarlestarlínur á Amager tímabundið lokaðar öðrum ferðamönnum.

Nokkrir eru látnir eftir að maður á þrítugsaldri hóf skotárás í verslunarmiðstöðinni klukkan hálfsex í dag.

Uppfært 20:25

Að sögn lögreglu geta foreldrar og ættingjar nú sótt börn sín og ungmenni sem ætluðu á tónleikana við Kronen í Vanløse. Þar verður einnig boðið upp á áfallahjálp. 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert