Búið er að aflýsa tónleikum Harrys Styles sem áttu að fara fram í kvöld í Royal Arena, rétt hjá Field's-verslunarmiðstöðinni í Kaupmannahöfn.
Að sögn íslensks tónleikagests voru allir gestir sestir er maður kom á sviðið og tilkynnti að tónleikunum yrði aflýst og öllum yrði fylgt í neðanjarðarlestir.
Til að flytja gestina frá tónleikahöllinni verða neðanjarðarlestarlínur á Amager tímabundið lokaðar öðrum ferðamönnum.
Nokkrir eru látnir eftir að maður á þrítugsaldri hóf skotárás í verslunarmiðstöðinni klukkan hálfsex í dag.
Uppfært 20:25
Að sögn lögreglu geta foreldrar og ættingjar nú sótt börn sín og ungmenni sem ætluðu á tónleikana við Kronen í Vanløse. Þar verður einnig boðið upp á áfallahjálp.
Forældre og pårørende kan hente deres børn og unge, som har været i Royal Arena her til aften, ved Kronen i Vanløse. Her vil der også være mulighed for psykologhjælp #politidk https://t.co/NSjGlTGA4l
— Københavns Politi (@KobenhavnPoliti) July 3, 2022