Aflýsa tónleikum Harrys Styles

Tónleikarnir áttu að hefjast klukkan níu að staðartíma.
Tónleikarnir áttu að hefjast klukkan níu að staðartíma. Ljósmynd/Aðsend

Búið er að af­lýsa tón­leik­um Harrys Sty­les sem áttu að fara fram í kvöld í Royal Ar­ena, rétt hjá Field's-versl­un­ar­miðstöðinni í Kaup­manna­höfn. 

Að sögn ís­lensks tón­leika­gests voru all­ir gest­ir sest­ir er maður kom á sviðið og til­kynnti að tón­leik­un­um yrði af­lýst og öll­um yrði fylgt í neðanj­arðarlest­ir.

Til að flytja gest­ina frá tón­leika­höll­inni verða neðanj­arðarlest­ar­lín­ur á Ama­ger tíma­bundið lokaðar öðrum ferðamönn­um.

Nokkr­ir eru látn­ir eft­ir að maður á þrítugs­aldri hóf skotárás í versl­un­ar­miðstöðinni klukk­an hálf­sex í dag.

Upp­fært 20:25

Að sögn lög­reglu geta for­eldr­ar og ætt­ingj­ar nú sótt börn sín og ung­menni sem ætluðu á tón­leik­ana við Kronen í Van­lø­se. Þar verður einnig boðið upp á áfalla­hjálp. 

 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert