Myndskeið af 90 skotum lögreglu gert opinbert

Skáskot úr myndskeiðinu úr búkmyndavél lögreglu sem var gert opinbert …
Skáskot úr myndskeiðinu úr búkmyndavél lögreglu sem var gert opinbert í dag. Hér sést til nokkurra lögreglumanna elta Walker á bílastæðinu þar sem þeir hófu skothríðina. AFP

Lögreglan í Akron í Ohio-ríki í Bandaríkjunum hefur gefið út myndskeið úr búkmyndavél eins lögreglumannsins sem skaut niður Jaylen Walker. Myndskeiðið sýnir þegar átta lögreglumenn eltu uppi hinn óvopnaða Jaylen Walker og skutu að honum 90 sinnum.

Eins og greint hefur verið frá var hinn 25 ára Walker stöðvaður fyrir brot á umferðarlögum af lögreglu. Reyndi hann þá að aka á brott og flýja lögreglu á meðan hann skaut úr bifreið sinni. 

Síðan stöðvaði Walker bílinn og reyndi að flýja lögreglu óvopnaður og á hlaupum en lést þá við skothríð lögreglu. Skaut lögreglan að Walker þar sem hann hljóp óvopnaður 90 sinnum og hæfði hann með að minnsta kosti 60 skotum. Yf­ir­völd í borg­inni búa sig und­ir mót­mæli.

Eins og sést í myndskeiðinu eltu átta lögreglumenn Walker að bílastæði þar sem þeir hófu skothríðina að honum. Skutu þá allir átta lögreglumennirnir að Walker þar sem hann lá á malbikinu.

Hér fyrir ofan er hægt að sjá myndskeiðið þar sem átta lögreglumenn elta hinn óvopnaða Jaylen Walker og skjóta hann með 90 skotum. Við vörum viðkvæma við myndefninu.

Úr búkmyndavél lögreglumannsins.
Úr búkmyndavél lögreglumannsins. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert