Nokkrir létust í árásinni

Olafur Steinar Gestsson / Ritzau Scanpix / AFP

Nokkr­ir eru látn­ir eft­ir skotárás í versl­un­ar­miðstöðinni Field's í Kaup­manna­höfn. Þetta sagði Søren Thomassen yf­ir­lög­regluþjónn á blaðamanna­fundi rétt í þessu.

Til­kynn­ing barst lög­regl­unni klukk­an hálf sex á staðar­tíma.

Thomassen greindi ekki frá hversu marg­ir hefðu særst en þrjú skot heyrðust í versl­un­ar­miðstöðinni.

Árá­samaður­inn er 22 ára gam­all Dani  sem er nú í haldi lög­reglu. Upp­lýs­ing­ar benda til að hann hafi verið einn að verki. 

Thomassen gat ekki svarað til um hvort hryðju­verk var að ræða en hann sagði að mjög al­var­legt at­vik hefði átt sér stað. 

Upp­fært 19:30

Á Twitter grein­ir lög­regl­an frá því að að minnsta kosti einn er lát­inn og nokkr­ir eru særðir. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert