Sex létust og að minnsta kosti átta slösuðust í snjóflóði sem féll frá stærsta jökli ítölsku Alpana.
Jökullinn hrundi saman á fjallinu Marmolada, sem er hæsta fjall Dólómítafjallanna. Í gær voru 10 stig á toppi fjallsins, sem er hæsta hitastig sem hefur mælst þar.
Michela Canova, talskona viðbragðsaðila, gat ekki staðfest hvaðan hinir látnu eru.
„Snjóflóð sem samanstóð af snjó, ís og grjóti féll á gönguleið þegar nokkrir aðilar voru fastir í reipi, sumir sópuðust í burtu,“ sagði hún í viðtali við AFP-fréttaveituna og bætti við að óvíst er hversu margir voru í gönguhópnum.