Urður Egilsdóttir
Tvær íslenskar stúlkur voru að störfum í versluninni Lindex í Field's í Kaupmannahöfn er skotárás varð um hálf sex í dag.
Að sögn Alberts Þórs Magnússonar eiganda Lindex á Íslandi, og umboðsaðila Lindex í Danmörku, eru stúlkurnar ósærðar en í miklu áfalli.
Verslunarstjóri búðarinnar bjó í hverfinu og gat því að sögn Alberts sótt stúlkurnar og farið með þær heim.
Nú eru þær á leið heim í leigubíl og hefur Lindex boðið þeim áfallahjálp.
„Við erum öll í sjokki og það líður öllum mjög illa yfir þessu,“ segir Albert að lokum.