30 manns hlutu skaða

Lögregluborði við einn af inngöngum verslunarmiðstöðvarinnar.
Lögregluborði við einn af inngöngum verslunarmiðstöðvarinnar. AFP/Thibault Savary

30 manns hlutu skaða af skotárás­inni í Kaup­manna­höfn í gær. Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu frá dönsku lög­regl­unni.

Hóp­ur­inn skipt­ist þannig:

  • Þrír eru látn­ir.
  • Fjór­ir liggja á sjúkra­húsi með skotsár og er einn í lífs­hættu.
  • Þrír voru meðhöndlaðir vegna skotsára á vett­vangi og fengu þeir að fara heim að því loknu.
  • 20 manns hlutu minni­hátt­ar meiðsl er þeir reyndu að kom­ast út úr versl­un­ar­miðstöðinni Field´s.
Verslunarmiðstöðin Field´s.
Versl­un­ar­miðstöðin Field´s. AFP/​Mads Claus Rasmus­sen / Ritzau Scan­pix
Lögreglumenn fyrir utan verslunarmiðstöðina í morgun.
Lög­reglu­menn fyr­ir utan versl­un­ar­miðstöðina í morg­un. AFP/​Mads Claus Rasmus­sen / Ritzau Scan­pix
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert