„Á örskotsstundu hætti partíið“

Mette Frederiksen og Mattias Tesfaye í morgun.
Mette Frederiksen og Mattias Tesfaye í morgun. AFP/Mads Claus Rasmussen

Mette Frederik­sen, for­sæt­is­ráðherra Dan­merk­ur, sagði fyr­ir fram­an versl­un­ar­miðstöð í Kaup­manna­höfn í morg­un, þar sem skotárás var gerð í gær, sjald­an hafa upp­lifað aðrar eins and­stæður og um helg­ina.

Fjöldi Dana hafi fagnað hjól­reiðakeppn­inni Tour de France í Dan­mörku og Hró­arskeldu­hátíðinni áður en skotárás­in var gerð.  

Frederik­sen lagði blóm­sveig við inn­ang versl­un­ar­miðstöðvar­inn­ar ásamt dóms­málaráðherr­an­um Mat­hi­as Tes­faye.

„Á ör­skots­stundu hætti par­tíið, gleðin stöðvaðist og það versta sem hægt var að hugsa sér gerðist,“ sagði hún, að því er danska rík­is­út­varpið greindi frá.

AFP/​Mads Claus Rasmus­sen
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert