Árásarmaðurinn nafngreindur og er 22 ára

Robert E. Crimo III.
Robert E. Crimo III. Samsett mynd

Árásamaðurinn sem skaut sex til bana í Highland Park, úthverfi Chicago í Illanoi-ríki í Bandaríkjunum í dag hefur verið nafngreindur. Hann heitir Robert E. Crimo III og er 22 ára.

Crimo hóf að skjóta ofan af byggingu þar sem hann var búinn að koma sér fyrir á þakinu. Hann skaut sex til bana og voru 24 fluttir særðir á sjúkrahús. Þar á meðal eru fjögur börn og er eitt þeirra sagt í alvarlegu ástandi. 

Rúmlega fjörtíu leituðu á sjúkrahús í borginni í kjölfar árásarinnar. Samkvæmt fréttastofu Chicago Sun-Times voru þau sem flutt voru á sjúkrahús á aldrinum átta til 85 ára gömul. 

Þá hefur verið tilkynnt að Crimo hafi flúið vettvang á silfurlitaðri Honda Fit bifreið, árgerð 2010 og grunur um að hann sé enn þá í bifreiðinni. 

Enn er Crimo leitað en hann er vopnaður og álitinn mjög hættulegur. Biðlað hefur verið til fólks á svæðinu að halda sig innandyra og gæta fyllsta öryggis.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka