„Ég ætla ekki að gefast upp“

Joe Biden með konu sinni Dr. Jill Biden á þjóðhátíðardegi …
Joe Biden með konu sinni Dr. Jill Biden á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna 4. júlí. AFP

Joe Biden forseti Bandaríkjanna strengdi þess heit í dag að berjast gegn byssuofbeldi í Bandaríkjunum.

Það gerði Biden í kjölfar skotárásar í High-Park nálægt Chicago í Illinoi-ríki í Bandaríkjunum þar sem ung­ur maður varð sex að bana þegar hann skaut á skrúðgöngu sem var geng­in í til­efni þjóðhátíðardags Banda­ríkj­anna

Biden vísaði til byssuofbeldis sem faraldurs og tilkynnti að bæði hann og konan hans Dr. Jill Biden væru í áfalli eftir „merkingarlaust byssuofbeldi sem hefur fært bandaríska samfélaginu sorg enn eina ferðina.“

„Ég ætla ekki að gefast upp í baráttunni gegn byssuofbeldi,“ sagði Biden á meðan hann minntist á að hafa undirritað fyrstu byssulöggjöfina þar í landi í marga áratugi í síðasta mánuði. 

Ítrekaði Biden að miklu meiri vinna sé fram undan. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert