Field's lokar í að minnsta kosti viku

Fyrir utan verslunarmiðstöðina í dag.
Fyrir utan verslunarmiðstöðina í dag. AFP

Versl­un­ar­miðstöðinni Field's hef­ur verið lokað og verður hún lokuð að minnsta kosti til mánu­dags­ins 11. júlí eft­ir skotárás sem varð í versl­un­ar­miðstöðinni í gær þar sem þrír létu lífið.

Þetta kem­ur fram á vefsíðu versl­un­ar­miðstöðvar­inn­ar.

„Hug­ur okk­ar er hjá fórn­ar­lömb­um þessa hörmu­lega viðburðar og fjöl­skyldumeðlim­um þeirra sem og hjá starfs­mönn­um  Field's og þeim fjöl­mörgu viðskipta­vin­um sem mættu í Field's í dag.“ 

Þá seg­ir í færslu Field's á Face­book að versl­un­ar­miðstöðin muni ekki opna aft­ur fyrr en lög­regl­an hef­ur gefið grænt ljós.

Kem­ur einnig fram á vefsíðunni að bíla­stæði versl­un­ar­miðstöðvar­inn­ar hafi verið opnuð og fólk geti kom­ist aft­ur í bíl­ana sína. Þá eru þeir sem þurfa að kom­ast í bíl­ana beðnir um að skoða leiðbein­ing­ar á Twitter-síðu lög­regl­unn­ar í Kaup­manna­höfn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert