Fjöldahjálparmiðstöð verður opnuð á nýjan leik í Amager í Kaupmannahöfn klukkan 12 á hádegi að dönskum tíma eða klukkan 10 að íslenskum tíma.
Þar geta vitni að skotárásinni í verslunarmiðstöðinni Field´s í gær, eða aðrir, fengið sálræna aðstoð.
Lögreglan í Kaupmannahöfn greinir frá þessu á Twitter.
Vi genåbner også centeret i Travbanehallen i Kastrup, Løjtegårdsvej 64, hvor man kan henvende sig, hvis man var til stede i Fields i går og har behov for hjælp eller har informationer til politiet. Der er adgang fra kl. 12.00 #politidk
— Københavns Politi (@KobenhavnPoliti) July 4, 2022
Miðstöðinni var lokað klukkan 3 í nótt að íslenskum tíma eftir að hafa verið opnuð í kjölfar árásarinnar, þar sem þrír voru skotnir til bana. Fjórir til viðbótar særðust alvarlega.
Fólki er einnig bent á að hringja í hjálparsíma Rauða krossins í Danmörku eða í svokallaðan barnasíma fyrir börn og ungt fólk ef það vill tala við einhvern um það sem gerðist.