Framleiðendur sektaðir fyrir plastnotkun

Um 85% af plasti er urðað í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum.
Um 85% af plasti er urðað í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum. AFP/Johan Ordonez

Lög voru samþykkt í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum sem leggja ábyrgð notkunar á einnota plasti á framleiðendur. Að minnsta kosti 30% af umbúðum úr plasti skulu vera endurvinnanlegar í ríkinu fyrir árið 2028 og 65% fyrir árið 2032.

Fréttamiðillinn CalMatters í Kaliforníu segir að í ríkinu séu um 85% af plastumbúðum urðaðar.

Samkvæmt lögunum verða fyrirtæki sem ekki fylgja tilsettum markmiðum sektuð um allt að 50 þúsund dali (um 6,6 milljónir íslenskra króna) á dag.

„Þetta er yfirgripsmesta löggjöf landsins sem snýr að minnkun á notkun á einnota plasti,“ segir í tilkynningu frá náttúruverndarsamtökunum The Nature Conservancy.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert