Hörfuðu frá Lísítsjansk

Herbíll á leiðinni til Lísítsjansk.
Herbíll á leiðinni til Lísítsjansk. AFP/Bagus SARAGIH

Úkraínski herinn hörfaði frá borginni Lísítsjansk um helgina. Á sama tíma hrósuðu Rússar stórsigri með því að ná stjórn á öllu Lúgansk-héraði í austurhluta landsins.

Miklir bardagar höfðu verið um yfirráð yfir Lísítsjansk, sem er hernaðarlega mikilvæg borg.

Leiðtogar tuga landa og alþjóðlegra stofnana ætla að hittast í Sviss í dag til að ræða „Marshall-aðstoð“ sem er ætlað að endurbyggja Úkraínu. Til stendur að hefja endurbygginguna þrátt fyrir hernað Rússa í landinu.

Úkraínskir hermenn í síðasta mánuði.
Úkraínskir hermenn í síðasta mánuði. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka