Í varðhaldi fram til 28. júlí

Lögregla fyrir utan verslunarmiðstöðina í dag.
Lögregla fyrir utan verslunarmiðstöðina í dag. AFP

Árás­armaður­inn sem skaut þrjá til bana í Kaup­manna­höfn í gær og særði sjö til viðbót­ar, þar af einn lífs­hættu­lega, skal sæta gæslu­v­arðhaldi fram til 28. júlí.

Þetta úr­sk­urðaði dóm­ari rétt í þessu.

Í úr­sk­urðinum seg­ir einnig að maður­inn, sem er 22 ára, skuli sæta varðhaldi á lokaðri geðdeild um leið og rými losn­ar.

Ástæða til að ótt­ast frek­ari árás­ir

Í um­fjöll­un danska rík­is­út­varps­ins DR seg­ir að dóm­ar­inn hafi lagt áherslu á mynd­skeið, mynd­ir og viðtöl við vitni á vett­vangi, og þá staðreynd að maður­inn hafði riff­il í vörslu sinni er hann var tek­inn hönd­um, er hann lagði mat á mögu­lega sekt hans.

Þá þyki ástæður til að ótt­ast, ef maður­inn fái að ganga laus, að hann muni fremja álíka glæpi.

Einnig seg­ir í úr­sk­urðinum að maður­inn kunni að flækja rann­sókn lög­reglu með því að fjar­lægja sönn­un­ar­gögn og vís­bend­ing­ar, sæti hann ekki varðhaldi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert