Lögreglan á Spáni hefur lagt hald á þrjá dróna sem geta kafað í vatni og flutt stóra skammta af eiturlyfjum frá Marokkó til Spánar. Klíka var leyst upp grunuð um að framleiða tækin.
Í tilkynningu frá lögreglu segir að ásamt því að leggja hald á drónana voru átta manns handtekin í aðgerðum lögreglu í Barselóna og í suðurhluta Malaga og Cadiz.
Er þetta í fyrsta sinn sem lögregla á Spáni leggur hald á ómönnuð neðansjávar faratæki (e. unmanned underwater vehicles (UUVs))
„Þessi tæki gætu gert gert fíkniefnasmyglurum kleift að ferja úr fjarska mikið magn af eiturlyfjum yfir Gíbraltarsund,“ segir í tilkynningunni.
Talið er að kafdrónarnir geti hver um sig flutt 200 kílógrömm af eiturlyfjum. Þeir eru með 12 mótora og geta ferðast 30 kílómetra. Aðeins 15 kílómetrar eru á milli Spánar og Marokkó um Gíbraltarsund.