Leiddur fyrir dómara

Lögreglan að störfum í morgun fyrir utan verslunarmiðstöðina.
Lögreglan að störfum í morgun fyrir utan verslunarmiðstöðina. AFP/Mads Claus Rasmussen / Ritzau Scanpix

Karl­maður­inn sem var hand­tek­inn í gær vegna skotárás­ar í versl­un­ar­miðstöð í Kaup­manna­höfn var leidd­ur fyr­ir dóm­ara í morg­un.

Þar las sak­sókn­ari upp ákæru yfir hon­um vegna árás­ar­inn­ar. Var hann ákærður fyr­ir að hafa myrt þrjár mann­eskj­ur og fyr­ir fjór­ar morðtil­raun­ir.

Dóm­ar­inn lagði bann við því að nafn­greina mann­inn í fjöl­miðlum vegna þess hve rann­sókn máls­ins er skammt á veg kom­in. Ekki má held­ur nafn­greina fórn­ar­lömb­in að svo stöddu. 

Reyndi að fá aðstoð

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um danska rík­is­út­varps­ins reyndi maður­inn að ná sam­bandi við hjálp­arsíma skömmu fyr­ir árás­ina.

Danska lög­regl­an vildi ekki tjá sig um málið en yf­ir­lög­regluþjónn­inn Søren Thomassen sagði á blaðamann­fundi í morg­un að eitt­hvað þessu tengt sjá­ist í mynd­skeiðum sem hafa verið birt frá vett­vangi, en maður­inn hef­ur átt við and­leg veik­indi að stríða.


mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert