Karlmaðurinn sem var handtekinn í gær vegna skotárásar í verslunarmiðstöð í Kaupmannahöfn var leiddur fyrir dómara í morgun.
Þar las saksóknari upp ákæru yfir honum vegna árásarinnar. Var hann ákærður fyrir að hafa myrt þrjár manneskjur og fyrir fjórar morðtilraunir.
Dómarinn lagði bann við því að nafngreina manninn í fjölmiðlum vegna þess hve rannsókn málsins er skammt á veg komin. Ekki má heldur nafngreina fórnarlömbin að svo stöddu.
Samkvæmt upplýsingum danska ríkisútvarpsins reyndi maðurinn að ná sambandi við hjálparsíma skömmu fyrir árásina.
Danska lögreglan vildi ekki tjá sig um málið en yfirlögregluþjónninn Søren Thomassen sagði á blaðamannfundi í morgun að eitthvað þessu tengt sjáist í myndskeiðum sem hafa verið birt frá vettvangi, en maðurinn hefur átt við andleg veikindi að stríða.
Vores seneste pressemøde med chefpolitiinspektør Søren Thomassen vedr. søndagens skyderi i Field’s er nu tilgængeligt på vores Youtube-kanal. Pressemødet blev holdt i morges kl. 8. Vi skal på forhånd beklage den dårlige lydkvalitet #politidk https://t.co/GG6HHTQEIZ
— Københavns Politi (@KobenhavnPoliti) July 4, 2022