Löng biðröð við fjöldahjálparstöð

Lögreglumenn fyrir utan verslunarmiðstöðina Field´s.
Lögreglumenn fyrir utan verslunarmiðstöðina Field´s. AFP/Mads Claus Rasmussen / Ritzau Scanpix

Fjöldi fólks hef­ur lagt leið sína í fjölda­hjálp­ar­stöð sem var opnuð á nýj­an leik í Kaup­manna­höfn í morg­un vegna skotárás­ar­inn­ar í borg­inni í gær.

Fréttamaður danska rík­is­út­varps­ins á staðnum grein­ir frá því að röðin nái næst­um eins langt og augað eyg­ir.

Verslunarmiðstöðin Field´s.
Versl­un­ar­miðstöðin Field´s. AFP/​Thi­bault Sa­vary

Inni í miðstöðinni er fólk spurt nán­ar út í hvers vegna það er mætt þangað. Sál­fræðing­ar, geðlækn­ar og hjúkr­un­ar­fræðing­ar eru til taks. 

Það eru einnig lög­reglu­menn ef vitni vilja stíga fram og greina frá því sem þau sáu.

Hóp­ur fólks hef­ur í morg­un lagt niður blóm fyr­ir fram­an inn­gang versl­un­ar­miðstöðvar­inn­ar Field's þar sem skotárás­in var gerð til að minn­ast fórn­ar­lamba skotárás­ar­inn­ar í gær.

Fórnarlambanna minnst.
Fórn­ar­lambanna minnst. AFP/​Thi­bault Sa­vary
AFP/​Thi­bault Sa­vary
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert