Minningarathöfn í Field's annað kvöld

Fjöldi fólks hefur lagt blóm við verslunarmiðstöðina.
Fjöldi fólks hefur lagt blóm við verslunarmiðstöðina. AFP

Annað kvöld verður hald­in at­höfn til minn­ing­ar um þá sem létu lífið í versl­un­ar­miðstöðinni Field's í Kaup­manna­höfn en maður skaut þar þrjá til bana í gær.

Fjór­ir til viðbót­ar eru al­var­lega særðir en tíu manns urðu fyr­ir skot­um. Þá særðust 20 manns á leiðinni af vett­vangi.

„Við kom­um sam­an til að votta fórn­ar­lömb­um skotárás­irn­ar í Field's, ætt­ingj­um þeirra og öll­um öðrum sem urðu fyr­ir áhrif­um af þess­um hörmu­lega verknaði, samúð okk­ar. Við stönd­um sam­an,“ skrif­ar Kø­ben­havns Kommu­ne á Twitter.

Minn­ing­ar­at­höfn­in verður hald­in við versl­un­ar­miðstöðina Field's í Kaup­manna­höfn annað kvöld klukk­an átta að staðar­tíma eða klukk­an sex að ís­lensk­um tíma.



mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert