Ófölsuð myndskeið og andleg veikindi

Fólk yfirgefur verslunarmiðstöðina í gær.
Fólk yfirgefur verslunarmiðstöðina í gær. AFP/Olafur STEINAR GESTSSON / Ritzau Scanpix

Mynd­skeið sem birt­ust í gær­kvöldi af árás­ar­manni sem hóf skot­hríð í versl­un­ar­miðstöð í Kaup­manna­höfn voru ekki fölsuð, að sögn lög­regl­unn­ar í Kaup­manna­höfn.

Í sum­um þeirra sést maður­inn, sem er 22 ára, stilla sér upp með vopn í hendi, herma eft­ir til­raun til sjálfs­vígs og tala um geðlyf „sem virka ekki“.

Fram kom á blaðamanna­fundi lög­regl­unn­ar í morg­un að maður­inn hafi átt við and­lega erfiðleika að stríða.

Reikn­ing­um á YouTu­be og In­sta­gram sem talið er að maður­inn hafi átt var lokað í nótt, að sögn AFP-frétta­stof­unn­ar.

Lögreglan fyrir utan verslunarmiðstöðina Field´s í morgun.
Lög­regl­an fyr­ir utan versl­un­ar­miðstöðina Field´s í morg­un. AFP/​Mads Claus Rasmus­sen / Ritzau Scan­pix

Reyndi að gabba fólk

Vitni sögðu dönsk­um fjöl­miðlum að maður­inn hafi reynt að gabba fólk í versl­un­ar­miðstöðinni til að fá það til að koma nær með því að segja að hann væri ekki með al­vöru vopn, held­ur eft­ir­lík­ingu.

„Hann var nógu bilaður til að fara og veiða fólk en hann hljóp ekki,“ sagði eitt vitni við danska rík­is­út­varpið.

Embætti land­lækn­is bend­ir á að mik­il­vægt sé að þeir sem glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir segi ein­hverj­um frá líðan sinni, hvort sem er aðstand­anda eða hafi sam­band við Hjálp­arsíma Rauða kross­ins 1717, eða á net­spjalli 1717.is, við hjúkr­un­ar­fræðing í net­spjalli á heilsu­vera.is eða við ráðgjafa í síma Píeta-sam­tak­anna s. 552-2218. Píeta-sam­tök­in bjóða einnig upp á ráðgjöf og stuðning fyr­ir aðstand­end­ur þeirra sem glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert