Þrír látnir og fjórir alvarlega særðir

Thomassen á blaðamannafundinum í morgun.
Thomassen á blaðamannafundinum í morgun. AFP/Martin Sylvest / Ritzau Scanpix

Þrír eru látn­ir og fjór­ir eru al­var­lega særðir eft­ir skotárás­ina í versl­un­ar­miðstöð í Kaup­manna­höfn í gær. Þeir sem lét­ust voru 17 ára dansk­ur pilt­ur, 17 ára dönsk stúlka og 47 ára maður með rúss­nesk­an rík­is­borg­ara­rétt sem var bú­sett­ur í Dan­mörku. 

Þeir fjór­ir sem eru særðir eru 40 ára og 19 ára kon­ur, báðar dansk­ir rík­is­borg­ar­ar, og 50 ára maður og 16 ára stúlka, bæði sænsk­ir rík­is­borg­ar­ar.

Þessu greindi yf­ir­lög­regluþjónn­inn Søren Thomassen frá á blaðamanna­fundi, sem danska rík­is­út­varpið sýndi í beinni út­send­ingu. 

Fólk fyrir utan verslunarmiðstöðina í gær.
Fólk fyr­ir utan versl­un­ar­miðstöðina í gær. AFP/ Ólaf­ur Stein­ar Gests­son / Ritzau Scan­pix

Þar fyr­ir utan eru nokkr­ir með minni­hátt­ar meiðsl eft­ir að hafa reynt að kom­ast í burtu frá versl­un­ar­miðstöðinni. Ekki er um skotsár að ræða í þeim til­fell­um.

Skotárás­in átti sér stað á tveim­ur stöðum í versl­un­ar­miðstöðinni Field´s. 

Lög­regl­an tel­ur að árás­in hafi verið handa­hófs­kennd og að árás­armaður­inn hafi til að mynda ekki framið árás­ina vegna kynþátta­hat­urs. Ekki er talið að hann hafi verið í slag­togi með öðrum. Ekk­ert bend­ir til þess að um hryðju­verk hafi verið að ræða.

AFP/​Olaf­ur STEIN­AR GESTS­SON / Ritzau Scan­pix

Ekki með byssu­leyfi 

Maður­inn var vopnaður riffli en var einnig með hníf á sér á meðan á árás­inni stóð, sagði Thomassen, sem bætti við að lög­regl­an hafi vitað af því að maður­inn hafi haft aðgang að skamm­byssu.

Þegar Thomassen var spurður hvort maður­inn hafi verið með byssu­leyfi sagði hann út­lit fyr­ir að vopn­in sjálf væru lög­leg en að hann hafi ekki haft leyfi fyr­ir notk­un þeirra.

AFP/Ó​laf­ur STEIN­AR GESTS­SON / Ritzau Scan­pix

Lög­regl­an er búin að yf­ir­heyra árás­ar­mann­inn, sem hef­ur játað að hafa verið á staðnum. Maður­inn fer fyr­ir dóm­ara síðar í dag þar sem hann er sakaður um mann­dráp, en maður­inn hef­ur átt við and­lega erfiðleika að stríða. 

Lög­regl­an sýni­leg í dag

Thomassen sagði lög­regl­una ætla að vera sýni­lega í Kaup­manna­höfn í dag, bæði við Field´s og ann­ars staðar.

„Það er mik­il­vægt að senda út skila­boð um að al­menn­ing­ur í Kaup­manna­höfn upp­lifi sig ör­ugg­an,“ sagði hann.


Fólk yfirgefur verslunarmiðstöðina í gær eftir skotárásina.
Fólk yf­ir­gef­ur versl­un­ar­miðstöðina í gær eft­ir skotárás­ina. AFP/​Olaf­ur STEIN­AR GESTS­SON / Ritzau Scan­pix
AFP/Ó​laf­ur STEIN­AR GESTS­SON / Ritzau Scan­pix
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert