Þverrandi von um að fólk finnist á lífi

Björgunarþyrla flýgur yfir jöklinum í dag.
Björgunarþyrla flýgur yfir jöklinum í dag. AFP

Vonin fer hratt þverrandi um að finna fólk á lífi eftir að snjóflóð varð að minnsta kosti sex að bana á Ítalíu í gær.

Við þessu vara yfirvöld á svæðinu í dag, en þau segjast ekki vita hversu margt göngufólk varð fyrir flóðinu þegar það æddi niður fjallshlíðina á ógnarhraða í gær, sem jafnaðist á við 300 kílómetra á klukkustund.

Frá leitaraðgerðum á vettvangi í dag.
Frá leitaraðgerðum á vettvangi í dag. AFP

Methiti á toppi jökulsins

Leitað er með drónum í dag, að merkjum um líkamshita mögulegra eftirlifenda sem fastir gætu verið í snjónum.

Snjóflóðið varð aðeins degi eftir að methiti mældist á toppi jökulsins, sem er sá stærsti í ítölsku Ölpunum. Hitinn mældist þá tíu gráður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert