Aflýsa 1.500 flugferðum til viðbótar

Flugvélar British Airways á Heathrow-flugvellinum í London.
Flugvélar British Airways á Heathrow-flugvellinum í London. AFP

Stærsta flugfélag Bretlands, British Airways, hefur aflýst 1.500 flugferðum til viðbótar við áður aflýst flug. Flest aflýstu fluganna eru í júlí.

Bylgja aflýsinga undanfarnar vikur mun hafa áhrif á tugþúsundir sem ætluðu sér að fljúga frá Heathrow og Gatwick í sumar.

Flugvellir og flugfélög hafa glímt við mikla manneklu eftir að spurnin eftir flugferðum tók við sér á nýjan leik.

Að því er kemur fram í frétt BBC höfðu British Airways þegar aflýst 10% áætlunarflugs frá apríl til október en sögðu að „því miður“ væri þörf á frekari aflýsingum nú þegar flugiðnaðurinn horfist í augu við mest krefjandi tímabil í sögu sinni.

Breska samgönguráðuneytið gaf flugfélögum stuttan glugga til að skila afgreiðslutímum á flugvöllum og búist er við að British Airways tilkynni um frekari aflýsingar áður en fresturinn rennur út.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert