Grunur um peningaþvætti hjá Vivo

Gerð var húsleit á skrifstofum Vivo í Indlandi vegna gruns …
Gerð var húsleit á skrifstofum Vivo í Indlandi vegna gruns um peningaþvætti.

Lögreglan á Indlandi hefur framkvæmt húsleitir á skrifstofum kínverska snjallsímaframleiðandans Vivo þar í landi vegna gruns um peningaþvætti. Fyrirtækið segist hafa sýnt lögreglu samstarfsvilja.

Svipaðar leitir voru gerðar hjá tæknirisunum Xiaomi og Huawei fyrr á árinu. Lögreglan á Indlandi hefur framkvæmt húsleitir víða og lokað skrifstofu Vivo tímabundið, að sögn heimildarmanns innan fyrirtækisins. 

Vivo sérhæfir sig í snjallheyrnatólum og á um 15% af samkeppnismarkaðnum á sviði snjallsíma. Samband indverskra og kínverskra stjórnvalda hefur verið stirt síðan deilur milli ríkjanna um landsvæði við Himalaja-fjallgarðinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert