Hart barist í pylsukappáti

Hin fræga keppni Nathan‘s í pylsukappáti fór fram í hverfinu Coney Island í New York-borg í gær á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna eftir hlé á þeim stað vegna faraldursins.

Heimsmeistarinn Joey Chestnut varði titilinn en tókst ekki að setja nýtt met. Þar að auki var hann truflaður í stutta stund af dýraverndunarsinna.

Miki Sudo var gráðugust í kvennaflokki og endurheimti titilinn eftir að hafa tapað í fyrra sökum óléttu.

„Þetta er æðislegasta íþróttakeppnin í öllum heiminum,“ sagði einn áhorfenda, klæddur eins og pylsa, og fangaði því að atburðurinn „sameinar alla“ á þjóðhátíðardeginum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert