Minningarathöfn fyrir utan Field's í kvöld

Margir hafa lagt leið sína að verslunarmiðstöðinni Field's til að …
Margir hafa lagt leið sína að verslunarmiðstöðinni Field's til að leggja þar blóm til minningar um þá sem féllu í skotárásinni. AFP

Minn­ing­ar­at­höfn verður hald­in í kvöld fyr­ir utan versl­un­ar­miðstöðina Field's í Kaup­manna­höfn í Dan­mörku þar sem þrír voru skotn­ir til bana á sunnu­dag­inn. Minn­ing­ar­at­höfn­in verður klukk­an átta að staðar­tíma og er hald­in til að minn­ast þeirra sem létu lífið í skotárás­inni. 

Bú­ist er við að mik­ill fjöldi muni koma sam­an fyr­ir utan versl­un­ar­miðstöðina til að syrgja og sína sam­stöðu gagn­vart of­beld­inu sem að Mette Frederik­sen, for­sæt­is­ráðherra Dan­merk­ur, sagði að hefði breytt Kaup­manna­höfn á sek­úndu­broti. Vegna mik­ils fjölda má bú­ast við mikl­um viðbúnaði lög­reglu á svæðinu.

Frederik­sen mun fara með ræðu á minn­ing­ar­at­höfn­inni ásamt borg­ar­stjóra Kaup­manna­hafn­ar Sophie And­er­sen. Friðrik krón­prins Dan­merk­ur mun einnig vera viðstadd­ur. 

Þá mun fjöl­menn­ur kór koma fram til að votta fórn­ar­lömb­um skotárás­ar­inn­ar virðingu sína.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert