Rússar segjast vera að rannsaka meintar pyntingar á rússneskum hermönnum sem voru í haldi í Úkraínu og var síðar sleppt lausum í fangaskiptum seint í síðasta mánuði.
Rannsóknarnefnd Rússa, sem rannsakar stærri glæpi, sagðist í yfirlýsingu vera að „sannreyna fullyrðingar um ómannúðlega meðferð rússneskra hermanna sem voru fangar í Úkraínu“.
Í síðustu viku skiptust Rússland og Úkraína á 144 stríðsföngum, hvort um sig, í umfangsmestu fangaskiptunum síðan Rússar réðust inn í Úkraínu 24. febrúar.
Að sögn rannsóknarnefndarinnar sögðu rússneskir hermenn rannsakendum frá „ofbeldi sem þeir urðu fyrir“.