British Airways aflýsir 10.300 flugferðum

British Airways hefur aflýst 10.300 flugferðum til viðbótar.
British Airways hefur aflýst 10.300 flugferðum til viðbótar. AFP

British Airways, stærsta flugfélag Bretlands, hefur aflýst 10.300 flugferðum fram til loka októbermánaðar til viðbótar við áður aflýst flug. Flugvellir og flugfélög hafa glímt við mikla manneklu vegna spurnar eftir flugferðum.

„Allur flugiðnaðurinn heldur áfram að glíma við miklar áskoranir og við einbeitum okkur að því að byggja upp seiglu í starfsemi okkar til að veita viðskiptavinum þá vissu sem þeir eiga skilið,“ segir í yfirlýsingu frá flugfélaginu.

Flugfélagið tilkynnti í gær að 1.500 flugferðum hefði verið aflýst, sem flest eru í júlí. Bylgja aflýsinga mun hafa áhrif á tugþúsundir sem ætluðu sér að fljúga frá Heathrow og Gatwick í sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert