Hringdi í neyðarlínu án árangurs fyrir skotárásina

Skjáskot úr einu myndskeiðinu sem birtist á samfélagsmiðlinum Twitter af …
Skjáskot úr einu myndskeiðinu sem birtist á samfélagsmiðlinum Twitter af árásarmanninum þar sem hann mundar riffil.

Maður­inn sem er grunaður um hafa skotið þrjá til bana í versl­un­ar­miðstöðinni Field's í Kaup­manna­höfn á sunnu­dag­inn hringdi í neyðarlínu geðlækna síðdeg­is sama dag. Eng­inn svaraði og stuttu seinna hófst skotárás­in í Field's.

Þetta kem­ur fram í frétt danska rík­is­út­varps­ins, DR.

Eng­inn geðlækn­ir gat svarað mann­in­um þar sem opn­un­ar­tími neyðarlín­unn­ar var breytt­ur vegna sum­ar­leyfa. Eft­ir því sem fram kem­ur í frétt DR um málið er ekki vitað hvers vegna maður­inn hringdi í neyðarlín­una en stuttu seinna gekk hann vopnaður inn í versl­un­ar­miðstöðina Field's og skaut þar þrjá til bana og særði fjóra, þar af einn lífs­hættu­lega.

Lög­regla hef­ur staðfest að maður­inn sem var hand­tek­inn hafi átt við and­leg veik­indi að stríða. Hef­ur hann nú verið úr­sk­urðaður í gæslu­v­arðhald til 28. júlí en mun dvelja á geðdeild, ekki í fang­elsi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert