Minntust fórnarlamba skotárásar

Fjöldi fólks safnaðist saman hjá verslunarmiðstöðinni Field‘s í Kaupmannahöfn í gærkvöldi til að minnast fórnarlamba skotárásarinnar á sunnudag.

Þrír létust í árásinni, þar af tveir unglingar.

22 ára danskur maður sem er grunaður um árásina hefur átt við andleg veikindi að stríða. Á mánudag var úrskurðað að hann skuli sæta varðhaldi á lokaðri geðdeild þangað til réttað verður yfir honum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka