Tveir ráðherrar til viðbótar segja af sér

Boris Johnson í mars síðastliðnum.
Boris Johnson í mars síðastliðnum. AFP/Daniel Leal

Tveir ráðherrar til viðbótar í ríkisstjórn Borisar Johnsons, forsætisráðherra Bretlands, hafa sagt af sér embætti. 

Will Quince, barnamála- og fjölskylduráðherra, sagðist eiga „engra annarra kosta völ en að skila inn uppsagnarbréfi mínu“. Laura Trott, ráðherra samgöngumála, sagðist vera að hætta vegna þess að hún bæri ekki traust lengur til ríkisstjórnarinnar.

Þetta er enn eitt áfallið fyrir Johnson því í gær sögðu heil­brigðisráðherra og fjár­málaráðherra Bret­lands af sér í mót­mæla­skyni. Í framhaldinu skipaði Johnson þá Nadhim Za­hawi sem nýj­an fjár­málaráðherra og Steve Barclay sem nýj­an heil­brigðisráðherra.

Síðar í dag verður fyrirspurnartími á breska þinginu þar sem forsætisráðherrann situr fyrir svörum. Búast má við því að hart verði sótt að honum, en margir hafa krafist þess að hann segi af sér embætti.

Will Quince.
Will Quince. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka