900 manns berjast við stórbruna í Frakklandi

Eldsmaturinn á svæðinu er mikill í skóglendinu.
Eldsmaturinn á svæðinu er mikill í skóglendinu. AFP

Yfir 900 slökkviliðsmenn voru kallaðir út til að berjast við stórbruna í Grand-héraði í Suður-Frakklandi sem hefur brennt um 600 hektara af skóglendi í nótt.

„Þessi eldsvoði er langt frá því að vera búinn. Það eru svæði sem eldurinn brennir sem erfitt er að ná til og hann veður þar óhindrað,“ sagði Eric Agrinier, stjórnandi hjá slökkviliðinu í héraðinu. 

„Hér þarf að vinnast þrekvirki,“ bætti hann við. 

Slökkviliðið á svæðinu hefur barist við eldinn frá því seint í gærkvöldi og lagt áherslu á að vernda byggð svæði, og hefur einnig notið stuðnings úr lofti. 

Unnið að því að ráða niðurlögum eldsins.
Unnið að því að ráða niðurlögum eldsins. AFP

„Við höfum þurft að brenna hluta af skóginum til að stöðva útbreiðsluna, svo að þegar eldurinn nær að svæðinu sem við höfum þegar brennt hægist á honum, sem gerir það að verkum að hann verðu viðráðanlegri,“ sagði slökkviliðsmaðurinn Jacues Pages á vettvangi

Upptök eldsvoðans voru í þorpinu Bordezac, sem þurfti að rýma ásamt bænum Besseges og nærliggjandi byggðir í nótt. 

Um hundrað manns þurftu að gista í sumarhúsum eða á veitingastöðum í nótt. Svæðið sem um ræðir er um nítíu kílómetra norður af Montpellier og Miðjarðarhafsströndinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert