Fá 3% launahækkun í kjölfar verkfalls

Starfsmenn frönsku flugvallanna Charles de Gaulle og Orly fá 3% …
Starfsmenn frönsku flugvallanna Charles de Gaulle og Orly fá 3% launahækkun. AFP

Starfsmenn flugvallanna Charles de Gaulle og Orly í París, höfuðborg Frakklands, hafa fengið 3% launahækkun og hætta því við að fara aftur í verkfall. Um er að ræða svipað samkomulag og gert var við lestarstarfsmenn í vikunni. 

Fella þurfti niður 25 flugferða til og frá Charles de Gaulle-flugvelli í byrjun júnímánaðar þegar starfsfólk fór í eins dags verkfall. Áformað var að fara aftur í verkfall í dag til sunnudags.

1.800 starfsmenn fá launahækkanir

Ákveðið var að hætta við verkfall sem átti að vera á sunnudag, á starfsmannafundi fyrirtækisins ADP, sem rekur flugvellina Charles De Gaulle og Orly í París.

Þá fá einstaka starfsmenn, 1.800 talsins, launahækkanir samkvæmt samkomulagi starfsmanna og fyrirtækisins. Vegna hækkandi verðlags og verðbólgu í Frakklandi víða um heim hefur fjármálaráðherra landsins, Bruno Le Maire, hvatt fyrirtæki til þess að hækka laun. 

Verðbólgan mældist rétt undir 6% í Frakklandi í síðasta mánuði en það er mun lægra en í mörgum Evrópuríkjum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert