Fimm voru fluttir á sjúkrahús eftir fyrsta nautahlaupið í þrjú ár á hátíðinni San Fermin í spænsku borginni Pamplona.
Enginn var stunginn af nauti í ár en einhverjir tróðust undir eða féllu illa til jarðar.
Nautahlaupið var það fyrsta af átta sem eru haldin snemma morguns í tilefni af hátíðinni.