Gríðarlegar fjarskiptatruflanir í Kanada

Bilunin átti sér stað snemma í morgun
Bilunin átti sér stað snemma í morgun AFP

Fjarskiptafyrirtækið Rogers vinnur nú að því að laga gríðarlega bilun á netkerfi sínu sem hefur haft áhrif á margvíslega þjónustu í Kanada í dag, þar á meðal banka, stjórnvöld og neyðarþjónustu.

Kanadíska ríkisútvarpið CBC greinir frá en bilunin átti sér stað snemma í morgun.

„Tækniteymi okkar vinnur að því að endurheimta þjónustu okkar ásamt alþjóðlegum tæknifélögum okkar og eru að taka framförum,“ sagði í yfirlýsingu frá Rogers.

Vandræði við að tengjast neyðarlínunni

„Við vitum hversu mikið þið treystið á netkerfi okkar. Í dag höfum við svikið ykkur. Við erum að vinna að því að laga þetta eins fljótt og við getum.“

Lögreglan í Toronto tilkynnti að viðskiptavinir Rogers ættu í vandræðum með að tengjast neyðarlínunni, en að neyðarþjónustan sjálf virkaði rétt, svo framarlega sem fólk væri ekki að hringja úr tæki tengdu Rogers.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert