Orðlaus yfir morðinu á Abe

Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans, segist vera orðlaus eftir að forsætisráðherranum fyrrverandi Shinzo Abe var ráðinn bani. Kishidia heitir því að japanska lýðræðið muni „aldrei láta undan ofbeldi“.

Abe flytur ræðuna á meðan árásarmaðurinn er í bakgrunninum.
Abe flytur ræðuna á meðan árásarmaðurinn er í bakgrunninum. AFP

„Ég bað fyrir því að lífi hans yrði bjargað en þrátt fyrir það frétti ég af dauða hans,“ sagði Kishida við blaðamenn.

„Mér þykir þetta afar leitt. Ég er orðlaus. Ég vil votta innilega samúð mína og óska þess að sál hans muni hvíla í friði.“

Öryggisvörður stöðvar árásarmanninn.
Öryggisvörður stöðvar árásarmanninn. AFP/Asahi Shimbun

Abe, sem starfaði lengst allra sem forsætisráðherra í Japan, hætti störfum árið 2020 af heilbrigðisástæðum.

Hann var skotinn í hálsinn er hann flutti kosningaræðu í japanska héraðinu Nara. Hann gat talað rétt eftir árásina en missti svo meðvitund og lést í framhaldinu á sjúkrahúsi eftir að hafa missti mikið blóð.

Fumio Kishida á blaðamannafundinum.
Fumio Kishida á blaðamannafundinum. AFP/Jiji Press

Meintur árásarmaður, Tetsuya Yamagami, var handtekinn eftir árásina. Hann er sagður hafa notað handgerða byssu við verknaðinn en byssulöggjöf Japans er mjög ströng og afar erfitt er að verða sér úti um byssur.

Abe liggur á jörðinni eftir skotárásina.
Abe liggur á jörðinni eftir skotárásina. AFP/Asahi Shimbun
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert