Shinzo Abe látinn eftir skotárás

Shinzo Abe.
Shinzo Abe. AFP

Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra Japans, er látinn eftir skotárás. Japanskir fjölmiðlar greina frá þessu. 

Abe var á milli heims og helju eftir að hafa verið skotinn tvívegis er hann hélt ræðu í borginni Nara. Hann lést á sjúkrahúsi, 67 ára að aldri.

Maðurinn sem liggur í jörðinni er grunaður um árásina.
Maðurinn sem liggur í jörðinni er grunaður um árásina. AFP

Í mynd­bandi frá japönsku frétta­stof­unni NHK sést Abe standa á sviðinu þegar mik­ill hávaði heyr­ist og reyk­ur sést.

Á sama tíma og áhorf­end­ur og blaðamenn beygja sig niður sést þegar ör­ygg­is­verðir stöðva árás­ar­mann­inn.

Sjúkrabíll flytur Abe af vettvangi.
Sjúkrabíll flytur Abe af vettvangi. AFP

Jap­ansk­ir fjöl­miðlar segja árás­ar­mann­inn vera Tetsuya Yamagami, 41 árs. Hann er sagður vera fyrr­ver­andi meðlim­ur varn­ar­sveit­ar sjó­hers Jap­ans.

Þjóðarleiðtogar víða um heim fordæmdu árásina í morgun. 



Lögreglan að störfum á vettvangi glæpsins.
Lögreglan að störfum á vettvangi glæpsins. AFP
Abe er hann hélt ræðu daginn fyrir árásina.
Abe er hann hélt ræðu daginn fyrir árásina. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert