Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra Japans, er látinn eftir skotárás. Japanskir fjölmiðlar greina frá þessu.
Abe var á milli heims og helju eftir að hafa verið skotinn tvívegis er hann hélt ræðu í borginni Nara. Hann lést á sjúkrahúsi, 67 ára að aldri.
Í myndbandi frá japönsku fréttastofunni NHK sést Abe standa á sviðinu þegar mikill hávaði heyrist og reykur sést.
Á sama tíma og áhorfendur og blaðamenn beygja sig niður sést þegar öryggisverðir stöðva árásarmanninn.
Former Japanese prime minister Shinzo Abe has been shot while giving a speech in the western city of Nara.
— Sky News (@SkyNews) July 8, 2022
Current prime minister Fumio Kishida said Mr Abe is in a "grave condition"https://t.co/kfI1JIACDJ
📺 Sky 501, Virgin 602, Freeview 233 and YouTube pic.twitter.com/ABLGUXKvSx
Japanskir fjölmiðlar segja árásarmanninn vera Tetsuya Yamagami, 41 árs. Hann er sagður vera fyrrverandi meðlimur varnarsveitar sjóhers Japans.
Þjóðarleiðtogar víða um heim fordæmdu árásina í morgun.
On behalf of the people of Iceland I send my heartfelt condolences to the family and loved ones of former Prime Minister Shinzo Abe. Iceland stands in deep sympathy and solidarity with the people of Japan on this sad day.
— President of Iceland (@PresidentISL) July 8, 2022
Shocking news from Japan. My sincere condolences to the family of former PM Shinzo Abe and the people of Japan at this heartbreaking time.
— Katrín Jakobsdóttir (@katrinjak) July 8, 2022