Skotinn til bana í Gautaborg

Lögreglan að störfum í Svíþjóð. Myndin er úr safni.
Lögreglan að störfum í Svíþjóð. Myndin er úr safni. AFP

Karlmaður á þrítugsaldri lést á sjúkrahúsi í nótt eftir að hafa verið skotinn í Gautaborg í Svíþjóð seinnipartinn í gær. Tveir hafa verið handteknir grunaðir um aðild að árásinni.

Árásin var gerð skammt frá Länsmanstorgi í Hisingen.

Maðurinn sem var skotinn hafði áður komið við sögu lögreglunnar og tilheyrði einum af nokkrum hópum sem hafa átt í deilum í borginni, að sögn SVT.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert