Takmarkanirnar ekki breytt neinu á endanum

Töluverðar takmarkanir voru í Danmörku á meðan á kórónuveirufaraldrinum stóð …
Töluverðar takmarkanir voru í Danmörku á meðan á kórónuveirufaraldrinum stóð en ekki er sömu sögu að segja af Svíþjóð. AFP

Sama niðurstaða varð í Dan­mörku og Svíþjóð þrátt fyr­ir að gripið hafi verið til and­stæðra ráðstaf­ana við kór­ónu­veirufar­aldr­in­um. Þetta kem­ur fram í grein Christian Kanstrup Holm, veiru­fræðings og pró­fess­ors við Árhúsa­há­skóla, og Morten Peter­sen, pró­fess­ors í líf­fræði við Kaup­manna­hafn­ar­há­skóla. 

Grein­in birt­ist í dag­blaðinu Berl­ingske.

Í grein pró­fess­or­anna kem­ur fram að dán­artíðni í Svíþjóð hafi ekki verið meiri en í Dan­mörku á meðan á kór­ónu­veirufar­aldr­in­um stóð.

Segja þeir erfitt að álykta annað en að sótt­varn­aráðstaf­an­ir í Dan­mörku í far­aldr­in­um hafi ekki bjargað nein­um manns­líf­um, ef tekið er mið af Svíþjóð.

Sænska heil­brigðis­kerfið hrundi ekki

Ráðist var í tals­verðar tak­mark­an­ir í Dan­mörku vegna kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins. Aft­ur á móti var ekki gert það sama í Svíþjóð. Christian og Morten hafa nú tekið töl­fræðiupp­lýs­ing­ar frá báðum lönd­um og borið sam­an til að at­huga hverju tak­mark­an­ir skiluðu fyr­ir Dan­mörku. 

„Sam­kvæmt frá­sögn flestra er Svíþjóð skóla­bók­ar­dæmið um hvernig röng stjórn­un kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins get­ur leitt til hruns heil­brigðis­kerf­is­ins. Sum­ir af fremstu lækn­um og stjórn­mála­mönn­um Dan­merk­ur sann­færðu okk­ur um að við hefðum valið rétt og að Svíþjóð hefði valið vit­laust,“ seg­ir í grein­inni. 

Eft­ir að hafa kannað málið sjálf­ir benda þeir á að sænska heil­brigðis­kerfið hafi ekki hrunið þótt það hafi orðið fyr­ir erfiðleik­um.

Byggja þeir á því í grein­inni og segja að það sam­ræm­ist ekki raun­veru­leik­an­um að segja að tak­mark­an­ir hafi verið nauðsyn­leg­ar til að koma í veg fyr­ir hrun heil­brigðis­kerf­is­ins í Dan­mörku. 

Merki­leg­ast árið 2021

Taka þeir fram að þeir geri sér grein fyr­ir því að grein þeirra geti tal­ist um­deild en að þeir beri á borð þess­ar upp­lýs­ing­ar full­ir auðmýkt­ar. 

„Ef við vilj­um bestu viðbrögðin við heim­far­aldri í framtíðinni þurf­um við að þora að ræða fortíðina á grund­velli upp­lýs­inga og gagna,“ seg­ir í grein­inni.

Eft­ir því sem fram kem­ur í þar lét­ust 54.645 af 5,8 millj­ón­um íbúa í Dan­mörku árið 2020 en í Svíþjóð dóu 98.124 af 10,3 millj­ón­um.

Tala lát­inna í Dan­mörku hafi verið eðli­leg árið 2020 miðað við fyrri ár en í Svíþjóð hafi tal­an auk­ist um sex þúsund miðað við árin fyr­ir far­ald­ur­inn. Myndi það sam­svara um það bil þrjú þúsund um­framdauðsföll­um í Dan­mörku.

Þeir viður­kenna því að tak­mark­an­ir í Dan­mörku hafi komið í veg fyr­ir þrjú þúsund dauðsföll árið 2020 en segja það merki­leg­asta koma í ljós þegar árið 2021 er skoðað. Þá eykst fjöldi lát­inna í Dan­mörku en hið gagn­stæða ger­ist í Svíþjóð.

Sama niðurstaða í lok­in

Árið 2021 dóu 57.152 manns í Dan­mörku sem að þeirra sögn er á pari við um­framdán­artíðni í Svíþjóð árið 2020. Í Svíþjóð er þró­un­in á ann­an máta. Þar deyja 91.958 manns árið 2021. Sú tala er á pari við dauðsföll í Svíþjóð á ár­un­um fyr­ir kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn.

Segja Christian og Morten því að þegar all­ur kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn er tek­inn og rann­sakaður sé um að ræða sömu niður­stöðu fyr­ir Dan­mörk og Svíþjóð hvað varðar dauðsföll og af­leiðing­ar.

„Það er ekki meiri dán­artíðni í Svíþjóð miðað við Dan­mörku á þessu tíma­bili,“ seg­ir í grein­inni og ít­reka þá álykt­un sína að tak­mark­an­ir í Dan­mörku hafi ekki bjargað manns­líf­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert