Þjóðarleiðtogar fordæma árásina

Antony Blinken.
Antony Blinken. AFP/Stefani Reynolds

Þjóðarleiðtogar víða um heim hafa fordæmt skotárásina á Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra Japans. Hann liggur alvarlega særður á sjúkrahúsi eftir að hafa verið skotinn tvívegis er hann hélt ræðu.

„Þetta er afar, afar dapurleg stund,“ sagði Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Hann bætti við að Bandaríkin væru „mjög sorgmædd og áhyggjufull“ vegna árásarinnar.

Charles Michel, forseti leiðtogaráðs ESB, sagðist „í áfalli og sorgmæddur yfir árásinni sem heigull framdi“.

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagðist vera illa brugðið vegna árásarinnar. „Mér er illa brugðið og er sorgmæddur yfir því að heyra af hryllilegu árásinni á Shinzo Abe,“ sagði Johnson á Twitter.

„Hrikalegar fréttir frá Japan um að fyrrverandi forsætisráðherrann Shinzo Abe hefur verið skotinn,“ sagði Anthony Albenese, forsætisráðherra Ástralíu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert