Twitter hyggst lögsækja Elon Musk

Twitter er einn vinsælasti samfélagsmiðill heims.
Twitter er einn vinsælasti samfélagsmiðill heims. AFP

Stjórnarformaður Twitter hefur tilkynnt að fyrirtækið muni lögsækja Elon Musk til að framfylgja 44 milljarða dala samningi um kaup á fyrirtækinu, sem Musk hefur ákveðið að hætta við.

„Stjórn Twitter er staðráðin í að loka viðskiptunum með því verði og skilmálum sem samið var um við Musk og ætlar að fara í mál til að framfylgja samrunasamningnum. Við erum fullviss um að við munum sigra,“ tísti Bret Taylor.

Musk á yfir höfði sér riftunargjald upp á einn milljarð bandaríkjadala fyrir að hætta við kaupin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert