Skyndiflóð varð til þess að að minnsta kosti sextán manns létu lífið í Kasmír í Indlandi.
Um 10.000 manns höfðu tjaldað nálægt hinu afskekkta Amarnath musteri, sem staðsett er í helli í Himalajafjöllunum, þegar skyndilegur rigningarskúr kom af stað flóði.
Flóðið hrifsaði með sér um hundrað tjöld og eru að minnsta kosti 40 manns enn saknað. Miklar björgunaraðgerðir standa nú yfir.