Fjórir særðust í stunguárás á spítala í Sjanghæ

Frá Sjanghæ í Kína.
Frá Sjanghæ í Kína. AFP

Fjór­ir særðust í stungu­árás sem átti sér stað á stóru sjúkra­húsi í Sj­ang­hæ í Kína í morg­un, að sögn lög­regl­unn­ar á staðnum. Árás­armaður­inn var skot­inn og yf­ir­bugaður af lög­reglu­mönn­um skömmu síðar.

Lög­regl­an í Huang­pu-héraði sagði á sam­fé­lags­miðlum að henni hafi borist neyðar­til­kynn­ing klukk­an 11:30 á laug­ar­dag um stungu­árás á Ruij­in sjúkra­hús­inu í miðbæn­um.

„Lög­regl­an kom fljótt á vett­vang og fann mann sem hélt hópi fólks í gísl­ingu með hníf á sjö­undu hæð spít­al­ans,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni.

„Þegar hinn grunaði ætlaði að særa gísl­ana og refsa lög­regl­unni skaut lög­regl­an skoti til að særa hann og yf­ir­buga hann.

Fjór­ir eru í meðhöndl­un vegna sára sinna og eru „ekki í lífs­hættu,“ að því er kem­ur fram í yf­ir­lýs­ing­unni. Ástæður árás­ar­manns­ins eru enn óljós­ar.

Sjald­gæft í Kína

Kín­versk­ir fjöl­miðlar birtu mynd­bönd sem sýna vopnaða lög­reglu­menn reyna að brjót­ast inn í læst her­bergi á sjúkra­hús­inu.

Fjölda­of­beld­is­glæp­ir eru sjald­gæf­ir í Kína, þar sem al­menn­um borg­ur­um er strang­lega bannað að eiga skot­vopn, en stungu­árás­ir ger­ast stund­um.

Und­an­far­in ár hef­ur fjöldi ban­vænna stungu­árása í leik­skól­um og skól­um átt sér stað á landsvísu. Árás­ar­menn­irn­ir eru sagðir hafa viljað hefna sín á sam­fé­lag­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert