Forsætisráðherra Srí Lanka tilbúinn að segja af sér

Þúsundir mótmæltu.
Þúsundir mótmæltu. AFP

Ranil Wickremes­ing­he, for­sæt­is­ráðherra Srí Lanka, seg­ist reiðubú­inn að segja af sér til að rýma fyr­ir nýrri ein­ing­ar­stjórn.

Þetta staðfesti skrif­stofa hans skömmu eft­ir að Gota­baya Rajapaksa, for­seti Srí Lanka, flúði for­seta­bú­stað sinn þegar mót­mæl­end­ur réðust á hann.  

„Til þess að tryggja ör­yggi borg­ar­anna er hann sam­mála til­mæl­um leiðtoga stjórn­ar­and­stöðuflokk­anna“ um að hætta, sagði skrif­stofa Wickremes­ing­he.

Þúsund­ir mót­mæl­enda hópuðust sam­an á göt­um úti í kring­um heim­ili leiðtog­ans til að krefjast þess að hann segði af sér vegna óstjórn­ar stjórn­valda í for­dæma­lausri niður­sveiflu.

Ranil Wickremesinghe, forsætisráðherra Srí Lanka.
Ranil Wickremes­ing­he, for­sæt­is­ráðherra Srí Lanka. AFP

Stungu sér til sunds

Eft­ir að hafa ráðist inn í for­seta­höll­ina mátti sjá hundruð manna í beinni út­send­ingu á sam­fé­lags­miðlum ganga um her­bergi henn­ar og sum­ir sáust stökkva í sund­laug­ina.

Sum­ir sáust hlæja og slappa af í virðuleg­um svefn­her­bergj­un­um þar sem einn dró fram það sem hann taldi vera par af nær­bux­um for­set­ans.

„For­set­an­um var fylgt í ör­uggt skjól,“ sagði heim­ild­armaður í sam­tali við AFP frétta­stof­una „Hann er enn for­seti, hann er verndaður af her­deild­inni.“

Þrír voru lagðir inn á sjúkra­hús eft­ir að hafa verið skotn­ir í óeirðunum ásamt 36 öðrum sem þjáðust af önd­un­ar­erfiðleik­um eft­ir tára­gas, sagði talskona aðal­sjúkra­húss­ins í Colom­bo.

Mótmælendur stungu sér í sundlaugina við forsetahöllina.
Mót­mæl­end­ur stungu sér í sund­laug­ina við for­seta­höll­ina. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert